Windows 10 vor uppfærsla 2020 lendir í maí

Hvað er nýtt ?

Töluvert er af breytingum í þessari útgáfu t.d miðað við þá síðustu sem mörgum fannst ansi tilkomulítil.

Þar má helst nefna:
Meiri stjórn yfir valfrjálsum uppfærslum
Ný Cortana upplifun þar sem nú verður hægt að skrifa ekki eingöngu tala
Skýjaniðurhal fyrir endurstillingu(reset) á stýrikerfi
Hægt verður að stilla bandvídd fyrir uppfærslur frá Microsoft
Mun hraðari leitar upplifun í Windows (search)
Hægt verður að sjá hvernig diskar eru í vélinni í task manager

Þetta eru aðeins nokkrar af þeim breytingum sem munu koma en nánar er hægt að sjá um þær á heimasíðu Microsoft.

Við hjá Eniak mælum auðvitað með því að fólk haldi vélunum sínum vel uppfærðum upp á öryggi o.s.fv.
Hinsvegar getur verið gott að bíða með svona stóra uppfærslu í 1-2 vikur frá útgáfu til að ganga úr skugga um að allt virki eðlilega frá Microsoft.

Shopping Cart