Microsoft hættir stuðning við Windows 7

Ert þú búin að græja þín mál?

Þetta svo kallaða “End of Life” þýðir að notendur munu héðan í frá ekki fá neinar lagfæringar á galla í kerfinu, engar öryggisuppfærslur eða nýjungar.
Felur þetta í sér að almennir notendur og fyrirtæki munu vera þeim mun verra stödd gagnhvart vírusum, troju-hestum og öllum öðrum óværum sem finnast á internetinu.

Auðvitað er hægt að nota kerfið áfram og engin fyrirstaða fyrir því ef fólk velur að gera það, en eins og fyrr segir mun tölvan vera mun veikari gagnhvart árásum utan frá ef hún er nettengd.
Windows 7 var t.d það stýrikerfi frá Microsoft sem fór lang verst út úr stóra “WannaCry” málinu árið 2017.

Samkvæmt Kaspersky eru 40% véla hjá mjög litlum fyrirtækjum að nota útrunnið stýrikerfi, talan fer svo upp í 48% þegar heildarmyndin er skoðuð (lítil, miðlungs og stór fyrirtæki).

Við hjá Eniak mælum auðvitað með því að fólk uppfæri stýrikerfið hjá sér í Windows 10 hvort sem um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða.
Hægt er að hafa samband við okkur ef fólki vantar aðstoð eða ráðleggingar við það hvaða leiðir eru í boði.

Shopping Cart