Við fengum skemmtilega beiðni í sumar um að gera tölvu fyrir ungan fermingardreng.
Það var ekki aðalatriðið að fá leikjavél heldur óskaði hann sérstaklega eftir harðkjarna vinnuhesti, eins og orðað var, fyrir tónlistarsköpun.
“Möst” að hafa utanáliggjandi hljóðkort með allavega tvær rásir fyrir gítar og hljómborð.
Við settum saman fyrir hann hljóðláta EK All in One 360 vatnskælda vél án skjákorts með Intel 11600K örgjörvanum sem er með skjákarna, 1TB Cardea Zero M2 stýrikerfisdiski, 32GB hröðu G-Skill minni í Asrock z590 Pro móðurborði og lian li Lancool II kassa.
Hljóðupptökukerfið Audient ID14 mkII m. ADAT kom í stað skjákorts var fengið úr Tónabúðin Akureyri og gerir drengnum fært að vera með sitt eigið stúdíó heima með nægum tölvukrafti.
Gat meira að segja spilað leikinn Rocket League án hökts þó ekkert skjákort væri í kassanum, tjáði okkur að hann væri snarhissa á þessu bara!!!