Skilmálar

Eniak ehf, upplýsingar og skilmálar.

Eniak ehf, kt. 620719-0990 með VSK númer 13518 rekur vefverslunina www.eniak.is.
Aðeins þeir sem hafa náð 15 ára aldri geta pantað vörur í vefverslunni.

Skilmálar geta tekið breytingum án fyrirvara.

Skilafrestur
14 daga skilaréttur er í vefverslun eniak.is og er háður skilyrðum til fullrar endurgreiðslu. Sé vöru skilað innan 30 daga, eftir 14 daga skilafrestinn, þá getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu sem miðar við það verð sem er á vöru í vefverslun við skil.
Allar umbúðir sem og vara þurfa að vera í upprunalegu ástandi ásamt því að allir auka/fylgihlutir þurfa að fylgja með.
Sýna þarf með kvittun/reikningi hvenær vara var keypt eða afhent.
Starfsmenn Eniak ehf fara yfir ástand vöru og umbúða og áskilja sér rétt til að hafna skilum eða taka allt að 10% skilagjald ef áðurnefnd atriði eru ekki uppfyllt sem og ef innsigli eru rofin eða gögn/hugbúnaður settur upp á tölvubúnaði.

Eftirfarandi vörur uppfylla ekki skilarétt:
Harðir diskar sem ekki eru í upprunalegum innsigluðum pakkningum.
Tölvur, fartölvur, spjaldtölvur, rekstrarvörur, hugbúnaður og prentarar.
Sérpantanir.

Verðlagning
Sama verð er á vörum í verslun og vefverslun. Fyrirvari er um innsláttarvillur, lagerstöðu og bilanir á þjónustu.
Eniak ehf. getur hætt við sölu og endurgreitt ef vara er uppseld í vefverslun.

Persónuvernd
Persónuupplýsingar eru trúnaðarmál og greiðslu/kortaupplýsingar fara í gegnum dulkóðaða vefsíðu Rapyd, netgíró eða Pay þar sem fyllsta öryggis er gætt

Afhending
Hægt er að nálgast vörur sem eru til á lager í vefverslun í verslun/verkstæði Eniak ehf. í furuvöllum 13 eða fá þær sendar með Íslandspósti.
Sérpöntunarvörur taka að jafnaði 3 til 7 virka daga að berast Eniak ehf.
Er vara er tilbúin til afhendingar er viðskiptavini gert vart við um leið með tölvupósti, símtali eða sms.
Frí heimsending fylgir vefpöntunum yfir 10.000 kr, að öðru leyti er póstkostnaður 750 kr ef vara er undir 2,5 kg og því sem nemur lyklaborðslengd í umbúðum.

Ábyrgðarmál
Tveggja ára ábyrgð er á vörum til einstaklinga samkvæmt neytendalögum nema annað sé tekið fram á reikningi sem gildir sem ábyrgðarskírteini.
Eins árs ábyrgð er á vörum til fyrirtækja.
Ábyrgð fellur úr gildi ef innsigli á íhlutum er rofin eða annar en starfsmaður Eniak reynir viðgerð á vélbúnaði, yfirklukkar eða á við, breytir eða opnar uppsett kælikerfi í tölvu.
Á sama hátt fellur ábyrgð úr gildi ef rangur spennubreytir/hleðslutæki er notað við selda vöru.
Rafhlöður falla undir eins árs ábyrgð.
Eniak ehf ábyrgist ekki hugbúnað eða gögn viðskiptavina og er ekki ábyrgt fyrir slíku tjóni sem hlýst af bilun annars vélbúnaðar vegna seldrar vöru.

Starfsmaður Eniak ehf þarf að staðfesta bilun áður en viðgerð eða útskipting á vöru er framkvæmd. Ef ekki er hægt að kalla fram bilun við athugun getur skoðunargjald fallið á viðskiptavin.

Sérpantanir
Eniak ehf áskilur sér rétt til þess að fara fram á að sérpöntun sé greidd fyrirfram að hluta eða heild. Ef virði sérpöntunarvöru er yfir 15.000 kr þá er ekki hægt að hætta við pöntun nema ef Eniak ehf geti hætt við pöntun hjá birgja. Fyrirframgreiðsla er eingöngu endurgreidd ef hægt er að afturkalla pöntun frá birgja.
Hin selda vara er eign seljanda þar til kaupverð er fullgreitt.

Ef einhverjar spurningar vakna eða ef eitthvað óskýrt í skilmálum þessum þá er velkomið að hafa samband við okkur á enia@eniak.is

Shopping Cart