EINSTAKLINGAR

Láttu okkur sjá um

EINSTAKLINGAR

Láttu okkur sjá um
Verkstæði
Alhliða verkstæðisþjónusta og ráðgjöf – Allt varðandi tölvur og tölvuvörur.
Tökum að okkur alla almenna viðgerðarþjónustu og bilanagreiningu á tölvum, fartölvum og tengdum búnaði ásamt uppsetningu á hugbúnaði, vírushreinsun, gagnabjörgun o.fl.
Verkstæði okkar er staðsett að Furuvöllum 13, annarri hæð úti í enda. Hægt er senda fyrirspurnir á eniak[at]eniak.is, hvort sem um er að ræða um verk í vinnslu, varahluti eða annað.
Vökvakælingar​
Vökvakælingar auka líftíma vélbúnaðar og kæla mun betur en hefðbundnar loftkælingar.
Við hjá Eniak erum stoltir af því að vera eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á sérhannaðar vatnskælingar frá einum stærsta framleiðanda heims á því sviði, EK Waterblocks.
Við bjóðum upp á afar vandaðar vörur, hvort sem um er að ræða tilbúnar vökvakælingar eða algjörlega sérhannaða smíði í turnkassann þinn.
Við veitum ráðgjöf og þarfagreiningu við val hvers og eins ásamt því að vinna með viðskiptavinum við að hanna þeirra eigin útlit á vökvakælingu. 
Tölvubúnaður​
Eniak býður upp á hágæða tölvubúnaður frá helstu framleiðendum heims eins og:
G.Skill
Asrock
Seasonic
Lian-Li
In-Win
EKWB
og mörgum fleiri.
Samsetningar
Allar samsetningar á tölvum fyrir einstaklinga.
Á verkstæði Eniak vinnur fólk með margra ára reynslu í samsetningum á tölvum, búnaði og vökvakælingum, stórum sem smáum.

Hvort sem um er að ræða samsetningu á vélbúnaði frá okkur eða öðrum, þá erum við með sanngjarnt verð og göngum frá verkinu á sem bestan og stílhreinastan hátt.
Öryggislausnir​
Öryggislausnir koma í mörgum formum. Öryggismyndavélar, hugbúnaður og ýmislegt annað.
Við bjóðum upp á vandaðar öryggismyndavélar frá Ubiqiti Unifi sem henta vel á heimili, bæði utandyra eða innanhúss.
Mjög góður hugbúnaður er settur upp með þeim sem gerir notendum kleift að skoða lifandi myndir beint frá þeim í tölvu, spjaldtölvu eða síma.

Vírusvarnir fyrir heimilisvélina eru mjög margar og oft erfitt að velja þá sem hentar best.
Við höfum víðtæka reynslu á því sviði og munum aðstoða viðskiptavini við að velja bestu lausnina sem hentar hverjum og einum.
Shopping Cart