FYRIRTÆKI

Fáðu okkur til þess að sjá um fyrir þitt fyrirtæki

FYRIRTÆKI

Fáðu okkur til þess að sjá um fyrir þitt fyrirtæki
Office 365​
Allar lausnir sem tilheyra Office 365 fyrir fyrirtæki, stór eða smá, eru í boði hjá okkur.

Office 365 er heildstæð upplifun af forritum og þjónustum sem eru sérstaklega hönnuð til að styðja við, einfalda og auka virkni í vinnu þinni á sem þægilegasta og öruggastasta hátt.
Tölvubúnaður
Tölvubúnaður frá helstu framleiðendum heims á fyrirtækjamarkaði er til sölu hjá okkur. Þar ber helst að nefna Lenovo, Dell og HP.

Vettvangsmenn Eniak hafa yfir 30 ára reynslu í tölvu- og vélbúnaði og geta ráðlagt við val á tölvum og fylgihlutum óháð framleiðanda.
Netbúnaður
Við erum sérfræðingar í netbúnaði frá Ubiquiti og hafa Unifi og Edge línurnar frá þeim reynst afar vel fyrir stærri sem minni fyrirtæki.

Báðar línurnar frá Ubiquiti eru sífellt að stækka og þróast. Búnaðurinn er á frábæru verði. Eniak býður fyrirtækjum upp á þarfagreiningu og úttekt á netbúnaði sem hentar.
Vettvangsþjónusta
Vettvangsþjónusta okkar er ein sú öflugasta á Norðurlandi. Reynsla okkar nær yfir 30 ár.

Hjarta okkar slær í þjónustu og við sláum aldrei slöku við þegar kemur að vinnusemi. Áræðanleiki, traust, stundvísi, metnaður og persónuleg þjónusta eru okkar gildi þegar kemur að þjónustu.

Eniak ehf þjónustar fyrirtæki um nánast allt Norðurland og tekur t.d. ekki tímagjald fyrir ferðatíma á staði utan Eyjafjarðarsvæðiðsins. Akstursgjaldi er haldið í lágmarki og er þetta bara einn þáttur af þjónustu við viðskiptavini okkar.

Það kostar ekkert að fá okkur í heimsókn og fá tilboð í þjónustu.
Prentþjónusta
Eniak ehf er þjónustu- og endursöluaðili fyrir Kjaran ehf sem selur og þjónustar Konica Minolta á Íslandi.

Við hjá Eniak tökum einnig að okkur uppsetningar og bilanagreiningar á öllum öðrum tegundum prentara.
Shopping Cart