G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z Neo 3600MHz DDR4

G.Skill er framleiðandi sem hefur löngum verið í uppáhaldi hjá okkur í Kísildalnum. Þeir hafa getið sér góðs orðstírs bæði fyrir hágæða framleiðslu og stöðugleika í keyrslu. Í breiðri vörulínu þeirra ættu allir að geta fundið minni sem uppfylla þær þarfir sem um ræðir hverju sinni.

Þessi minni eru sérhönnuð fyrir AM4 og nýjustu Ryzen örgjörvana og bjóða upp á mikla bandbreidd og fallega RGB lýsingu.

Minnin ræsa sig á SPD stillingum þegar BIOS er á grunnstillingum. Til að nýta sér fullan hraða minnisins þarf að kveikja á XMP/DOCP/A-XMP í BIOS. Stöðugleiki í keyrslu getur takmarkast af getu örgjörva og móðurborðs. Fyrir frekari upplýsingar um vöru heimsækið www.gskill.com

F4-3600C16D-16GTZNC
Trident Z Neo
DDR4-3600MHz CL16-19-19-39 1.35V
16GB (2x8GB)

14.990 kr.

Uppselt | Áætlaður komutími: Ekki skráð

Shopping Cart