Office 365
Office 365
Allar lausnir sem tilheyra Office 365 fyrir fyrirtæki, stór eða smá, eru í boði hjá okkur.
Office 365 er heildstæð upplifun af forritum og þjónustum sem eru sérstaklega hönnuð til að styðja við, einfalda og auka virkni í vinnu þinni á sem þægilegasta og öruggastasta hátt.
Office 365 hugbúnaðarpakkinn býður upp á forrit eins og Word, Excel, Powerpoint, Teams og tölvupóst o.fl, sem eru uppfærð mánaðarlega með nýjustu aðgerðum og öryggisuppfærslum frá Microsoft.
Notaðu tölvupóst í skýinu til að ná til viðskiptavina og vinnufélaga hvert sem vinnan tekur þig.
Teymisvinna í Microsoft Teams er ný og endurbætt þjónusta í Office 365 þar sem þú getur rætt við samstarfsfólk eða viðskiptavini, skipulagt fundi og unnið sameiginlega í skjölum ásamt því að deila þeim.
Vistaðu skrár á OneDrive með einu terabyte af gagnageymslu í skýi sem gefur aðgang að skránum þínum í símanum, spjaldtölvunni eða á vefnum í öðrum tölvum hvar sem er í heiminum.
Eniak býður upp á tvær áskriftaleiðir á Office 365 til fyrirtækja á hagstæðu verði, velkomið að hafa samband til að fá ráðgjöf og tilboð sem hentar þínu fyrirtæki og starfsfólki.
